Íslenskur gæðafiskur + bresk hefð = fiskur & franskar

Fish & chips vagninn í Reykjavík hefur frá upphafi verið í félagsskap landssamtaka fish & chips veitingastaða í Bretlandi, National Federation of Fish Friers.

Félagsaðildin er gæðamerki og til marks um strangar kröfur um gæði hráefnis og matargerð í vagninum samræmi við bestu hefðir Breta á þessu sviði

Fiskur & franskar eru hluti af breskri matarmenningu og þjóðarsál, með afar sterka stöðu á skyndibitamarkaði á Bretlandi. Nefna má til samanburðar að í Bretlandi eru einungis 1.200 McDonalds-hamborgarastaðir og 840 KFC-kjúklingaveitingahús (Kentucky Fried Chicken). Samanlagt komast því þessar alþjóðlegu skyndibitakeðjur ekki einu sinni nálægt því að vera hálfdrættingar á við fish & chips í Bretlandi!

Karl krónprins tekur til hendinni í einum af 10.500 fish & chips veitingastöðum Bretlands. Fiskur & franskar eru í uppáhaldi allra, líka kóngafólksins!

  • Íslenskur gæðafiskur er hluti af bresku hefðinni. Fish & chips veitingastaðirnir í Bretlandi eru nefnilega stærsti einstaki markaður veraldar fyrir þorsk og ýsu frá Íslandi.

Frumkvöðlar að rekstri Fish & chips vagnsins í Reykjavík fóru í upphafi til Bretlands, lærðu réttu handtökin við matseldina og fengu aðstoð við fyrstu skref starfseminnar hjá landssamtökunum National Federation of Fish Friers.

Eigendur Fish & chips vagnsins eru fullgildir félagsmenn í bresku landssamtökunum og stoltir af því að vera hluti af fjöldahreyfingu veitingamanna sem sameinar breska matreiðsluhefð og fisk sem veiddur er við Ísland, í hreinni sjó en gerist víðast hvar við strendur grannríkjanna.