Fiskur og franskar

Fiskurinn okkar er úrvalsþorskur úr hreinum sjó við Ísland, matbúinn nákvæmlega eins og hefð Breta mælir fyrir um í veitingavagni sem hannaður var á Íslandi en smíðaður í Bretlandi.

Annað tilheyrandi matargerðinni er flutt inn frá Bretlandi: efni í fiskhjúp, steikarfeiti, franskar kartöflur, baunastappa, maltedik og fleira.

Við getum fullyrt með stolti að í veitingavagninum okkar við Reykjavíkurhöfn fæst breski þjóðarrétturinn Fish & chips eins og bestur getur orðið með tilheyrandi þjónustu.

Viðskiptavinir okkar borða á staðnum eða taka matinn með sér heim og í vinnuna.